Lausamunir á hafnarsvæði

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Hafnarstjórn Vesturbyggðar hefur ákveðið að fara í endurskipulagningu á hafnarsvæði Patrekshafnar og beinir því hér með til eigenda gáma, bátavagna og annarra lausamuna á hafnarsvæðinu, sem nær frá húsi Vöruafgreiðslunnar að Straumneshúsinu og í Vatnskrók, að hafa samband við hafnarvörð í síma 456-1259 eða áhaldahús í síma 894-0809 fyrir 30. september 2009.

 

Patreksfirði 25. sept. 2009.
Ragnar Jörundsson hafnarstjóri.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is