Lávarðadeild Björgunartsveitarinnar Blakks

Sigurður Viggósson, Eiður B. Thoroddsen, Helgi Páll Pálmason og Hjörtur Sigurðsson
Sigurður Viggósson, Eiður B. Thoroddsen, Helgi Páll Pálmason og Hjörtur Sigurðsson
Sá gleðilegi atburður gerðist á Patreksfirði laugardaginn 6. september 2008 að stofnuð var Lávarðadeild Björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði.

Framhaldsstofnfundur deildarinnar fór fram í Skjaldborgarpbíói á Patreksfirði á laugardaginn var. Þetta mun vera í fyrsta skipti á Íslandi sem Lávarðadeild björgunar- og slysavarnastarfssemi er stofnuð með formlegum hætti hér á landi. Í fyrstu stjórn voru kosnir þeir Helgi Páll Pálmason formaður, Sigurður Viggósson ritari og Eiður B. Thoroddsen gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kosnir Hjörtur Sigurðsson og Georg Ingvason. Í upphafi fundarins bauð Helgi Páll Pálmason fundarmenn að rísa úr sætum og minnast fyrsta formanns Björgunarsveitarinnar Blakks, Sigurðar Jónssonar, sem nú er látinn. Húsnæði sveitarinnar ber nafn hans og kallast Sigurðarbúð.

 

Samkvæmt 3. grein samþykkta Lávarðardeildar Björgunarsveitarinnar Blakks segir: Lávarðadeildina skipa allir fyrrverandi formenn Björgunarsveitarinnar Blakks. Einnig skipa deildina stofnfélagar frá 6. september 2008. Lávarðadeildin hefur frumkvæði að því að bæta við félögum og skulu nýir meðlimir samþykktir á fundi deildarinnar. Félagar í Lávarðardeildinni skulu fá sérstakt skírteini þess efnis að þeir séu skráðir félagar, undirritað af formanni stjórnar.

 

Á stofnfundinum 6. september 2008 voru gerðir að Lávörðum sveitarinnar þeir Helgi Páll Pálmason, Haukur Már Sigurðarson, Georg Ingvason og Þröstur Guðberg Reynisson. Formenn sveitarinnar eru (í þeirri röð sem þeir voru formenn) Sigurður Jónsson, Gunnar Karl Guðjónsson, Eyvindur Bjarnason, Haraldur Karlsson, Sigurður Viggósson, Barði Sæmundsson, Ágúst Ólafsson, Hermann Guðjónsson, Aðalsteinn Júlíusson, Þröstur Guðberg Reynisson, Helgi Páll Pálmason og Ólafur Halldórsson. Núverandi formaður sveitarinnar er Bríet Arnardóttir.

 

Eftir fundarhlé tilkynnti nýkjörinn formaður Helgi Páll Pálmason að stjórnin hafi ákveðið að veita öðrum nafnbótina lávarður. Þeir eru : Eiður B. Thoroddsen, Erlendur Kristjánsson, Hjörtur Sigurðsson, Jónas Sigurðsson, Jónas Þór, Magnús Ólafs Hansson, Páll Hauksson, Sigurður Bergsteinsson og Skjöldur Pálmason.

 

Að loknum framhaldsstofnfundi fóru félagar úr Lávarðadeildinni á glæsilegt Sælkerakvöld slysavarnastarfsseminnar á Patreksfirði í Félagsheimili Patreksfjarða

Skrifaðu athugasemd:



Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is