Leikara vantar á flugslysaæfingu á flugvellinum við Bíldudal

Flugstöðin Hvassnesi
Flugstöðin Hvassnesi
Leikara vantar á flugslysaæfingu sem fram fer á flugvellinum við Bíldudal laugardaginn 25. september.

Á æfingunni verður líkt eftir flugslysi og brugðist við í samræmi við viðbragðsáætlun fyrir flugvöllinn.


Tilgangur æfingarinnar er að fylgja viðbragðsáætlun fyrir flugvöllinn í samvinnu allra viðbragðsaðila á svæðinu, þ.e. slökkviliða, lögreglu, björgunarsveita, Rauða krossins, heilbrigðisstofnunarinnar og flugvallarstarfsmanna.

Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla og lendingarstaða á Íslandi, og heimamenn bera hitann og þungann af undirbúningi æfingarinnar. Einnig koma fjölmargir aðrir að undirbúningnum eins og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landspítali háskólasjúkrahús, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan, Rannsóknarnefnd flugslysa, Rauði krossinn, fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjórans, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Þjóðkirkjan og Slökkvilið Akureyrar.

Ekki þarf að fjölyrða um þá gífurlegu vinnu sem liggur í undirbúningi og framkvæmd æfingar sem þessarar. Á annað hundrað einstaklingar koma að æfingunni, allir með mikla þekkingu og reynslu, sem gera má ráð fyrir að verði nýtt til hins ítrasta.

Meginþungi æfingarinnar liggur á herðum heimamanna enda er markmið æfingarinnar að samhæfa viðbrögð allra hlutaðeigandi aðila á svæðinu.

Til þess að æfing sem þessi geti gengið upp og allir fái sem mest út úr henni þarf þolendur (sjúklinga). Án þeirra yrði æfingin heldur daufleg og ekki miklar áskoranir að fá fyrir viðbragðsaðila. Vegna þess er leitað að fólki sem er tilbúið að gerast leikarar á æfingunni og leika farþega og áhöfn flugvélarinnar.

 

Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til við þetta verkefni eru beðnir að setja sig í samband við Maríu Ragnarsdóttur í síma 845 1224.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is