Leikfélag Patreksfjarðar blæs til gleðikvölda

Leikfélag Patreksfjarðar
Leikfélag Patreksfjarðar
Leikfélag Patreksfjarðar blæs öðru sinni til gleðikvölda í vetur undir heitinu Ertu heili eða hálfviti?

 

Í fyrra voru gleðikvöldin í formi söng- og spurningakeppni en að þessu sinni verður eingöngu um spurningakeppni að ræða.

 

Fyrsta kvöldið verður haldið föstudaginn 24. september næstkomandi í Félagsheimili Patreksfjarðar og næstu kvöld verða 15. október, 5. nóvember og 3. desember. Húsið opnar kl. 20.30 og hefst keppni stundvíslega kl. 21.00.

 

Lágmarksaldur keppenda er 16 ár en yngri en 18 ára verða þó að vera í fylgd með foreldri. Hver keppandi getur einungis keppt fyrir eitt lið.

 

Tekið er við skráningu í síma 8666822 eða hjá Fanneyju Sif. Skráning má ekki berast seinna en miðvikudaginn 15. september 2010.

 

Hver hópur verður að skipa þrjá keppendur. Spurt verður í nokkrum flokkum; hraðaspurningar, bjölluspurningar, vísbendingaspurningar, leikræn tilbrigði og hjólið (þar sem hjóli er snúið og liðsmaður þarf að leysa verkefni af hendi).

 

Leikfélagið hvetur hópa til þess að skrá sig og taka þátt.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is