Leiklistarnámskeið á Bíldudal dagana 20.-24. júní

Í næstu viku hefst leiklistarnámskeið á Bíldudal, mæting er í Baldurshaga kl. 9.00 - allur aldur.

Ef ástæða þykir til verður hópunum skipt upp en það verður gert með tilliti til annars íþrótta- og tómstundastarfs. Ef foreldrar hafa ekki þegar skráð börn sín geta þau mætt með skráningarblað á staðinn. Kennari er Ástbjörg Rut (Adda Rut).

Allar frekari upplýsingar eru á vef Vesturbyggðar og á vef Tálknafjarðarhrepps.

Tekið er á móti skráningum á öll námskeiðin núna. Vinsamlega athugið að námskeið hefjast á Patreksfirði 27. júní. Mikilvægt er að skrá þátttöku hið fyrsta svo hægt sé að raða í hópa.

Allar frekari upplýsingar veitir Elsa Reimarsdóttir hjá Vesturbyggð elsa@vesturbyggd.is og í síma 4502300 virka daga.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is