Leiklistarnámskeið í boði Vesturbyggðar

Leikhópurinn Head of a Woman býður börnum og unglingum í Vesturbyggð og Tálknafirði upp á leiklistarnámskeið þann 24.júlí, þar sem þau kynnast því að skapa leiksýningu frá grunni til sýningar.

Námskeiðið er fyrir öll börn og unglinga á svæðinu og þar gefst tækifæri til að taka þátt í því skapandi ferli að búa til leiksýningu frá grunni út frá hugmyndum hópsins. Fyrir hádegi förum við í ýmiskonar leiki til að hrista hópinn saman. Eftir hádegi verður unnið að sýningunni í smærri hópum. Klukkan 17:00 verður opin sýning í Baldurshaga þar sem vinir og vandamenn geta komið og notið afraksturs dagsins með okkur en námskeiðið fer fram í Baldurshaga á Bíldudal.

Dagskrá
10:00 - 12:00 Leikir og spunavinna
12:00 - 13:00 Hádegishlé
13:00 - 16:00 Unnið að sýningu
16:00 - 17:00 Undirbúningur fyrir sýningu
17:00 Opin sýning í Baldurshaga

Head of a Woman mun sýna tvo einþáttunga á Norðurpólnum í Reykjavík 29. og 30. júlí. Sjá nánari upplýsingar á www.headofawoman.com ogwww.nordurpollinn.com Við hvetjum alla krakka til að koma og þátt í þessari skemmtilegu tilraun og alla foreldra sem vettlingi geta valdið til að koma og sjá afraksturinn. Skráning og upplýsingar í s: 699-1988 og thorey@talnet.is Head of a Woman í samvinnu við Vesturbyggð.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is