Leikskólagjöld lækka

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Á fundi bæjarstjórnar í vikunni var staðfest fundargerð 637. fundar bæjarráðs frá 21. febrúar sl. þar sem samþykkt var að draga til baka hækkun leikskólagjalda sem varð um áramótin.

Ákvörðunin gildir frá og með 1. mars nk. og er tekinn í ljósi bættrar niðurstöðu í fjárhagsáætlun 2012 vegna niðurfellingar á láni í Landsbanka Íslands vegna stofnfjárbréfakaupa og endurfjármögnunar á lánum sveitarfélagsins.

Ennfremur var ákveðið að fella niður innritunargjald í félagsstarf aldraðra.

Áfram verður unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu og ítrasta aðhalds í rekstri gætt.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is