Leikskólakennara vantar að Vindheimum

Tálknafjarðarhreppur
Tálknafjarðarhreppur
Tálknafjarðarskóli, sameinaður leik-, grunn- og tónlistarskóli, vill ráða leikskólakennara fyrir næsta skólaár í leikskóladeild að Vindheimum.

Fyrir liggur metnaðarfull áætlun um uppbyggingu menntastarfs á Tálknafirði með tillögu um að leik-, grunn- og tónlistarskóli starfi undir einu þaki.

 

Starfshlutfall er 62,5% og vinnutími er frá kl. 8:00 - 13:00. Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ eða FosVest. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið skoli@talknafjordur.is.

 

Umsóknarfrestur er til 5.ágúst 2011.

 

Upplýsingar um starfið veitir skólastjóri í síma 891-7185.

 

Skólinn leggur ríka áherslu á að tengja nám við daglegt líf, átthaga og umhverfi nær og fjær, efla frumkvæði og ábyrgð nemenda og gefa þeim tækifæri til að rækta margs konar hæfileika. Grænfáninn blaktir við hún á báðum starfsstöðvum skólans.

 

Skólastjóri Tálknafjarðarskóla

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is