Leiksvæði við Bala

Ærslabelgur
Ærslabelgur
1 af 2

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur ákveðið að endurnýja leiksvæði ofan við Bala 4-6 (nr. 1 á mynd). Í fyrsta áfanga verða rólur og vegasölt endurnýjuð og settu upp svokallaður ærslabelgur. Ærslabelgur er uppblásið trampólín sem vakið hefur mikla lukku víða um land s.l. ár og er t.d. í Tálknafirði, Húsdýragarðinum, og Húsafelli. Ærslabelgurinn er keyrður áfram með loftdælu og er áætlað að hann gangi frá 10:00 til 21:00 dag hvern yfir sumartímann.

Áformað er að setja hann niður við núverandi leiksvæði en reynist það ómögulegt er kostur tvö að staðsetja ærslabelginn niður við innanverða beygju við Bala (nr. 2 á mynd).

Hafir þú athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu ærslabelgsins og endurnýjun leiksvæðisins ertu vinsamlegast beðin um að koma þeim á framfæri, skriflega á skrifstofu eða í tölvupósti á vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Bæjarstjóri

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is