Leita kalkþörunga í Húnaflóa

Kalkþörungar
Kalkþörungar
Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. og Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. leyfi til leitar og rannsókna á kalkþörungaseti á hafsbotni í Húnaflóa.

 

Um er að ræða Miðfjörð, Hrútafjörð og Steingrímsfjörð. Gildir leyfið til 2011. Til stendur að taka kjarna úr kalkþörungaseti og rannsaka. Gefi niðurstöður óyggjandi til kynna að kalkþörungar séu til staðar, má gera prufudælingar í kjölfarið.

 

Sigurður Helgason stjórnarformaður Íslenska kalkþörungafélagsins segist hæfilega bjartsýnn á að finna nothæf kalkset en ekki verði hafist handa fyrr en næsta vor.

 

Frétt af ruv.is

Skrifaðu athugasemd:



Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is