Léttari æska fyrir barnið þitt

Á síðustu áratugum hefur ofþyngd og offita barna og unglinga aukist mikið hér á landi sem og annar staðar í heiminum.

 

Á meðfylgjandi mynd kemur fram sú þróun sem hefur átt sér stað, hér á landi, í ofþyngd og offitu 9 ára barna frá árinu 1958 til 2008. Þróunin á síðastliðnum árum hefur verið jákvæð en þrátt fyrir það eru nú allt að 22% 9 ára barna of þung.


Foreldrar gegna lykilhlutverki í því að koma í veg fyrir ofþyngd barna sinna og því er mjög mikilvægt að þeir séu vel upplýstir um hve vandinn er mikill og hvað þeir geta gert til þess að koma í veg fyrir ofþyngd barna sinna.

 

Heimasíðan Léttari æska fyrir barnið þitt er liður í því að auðvelda foreldrum að koma í veg fyrir ofþyngd barna sinna, stuðla að heilbrigðara líferni þeirra og léttari æsku.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is