Lífshlaupið

Lífshlaupið
Lífshlaupið
Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, verður ræst í þriðja sinn miðvikudaginn 3. febrúar.

Um 9.300 manns tóku þátt á síðasta ári og fjölgaði um 1.600 á milli ára. Líflshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is en þar gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í:
  • Vinnustaðakeppni frá 3.-23. febrúar, fyrir 16 ára og eldri
  • Hvatningarleik fyrir grunnskóla frá 3.-23. febrúar, fyrir 15 ára og yngri
  • Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð sína hreyfingu allt árið

 

Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að hreyfingu í frítíma, heimilsstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.

 

 

Vesturbyggð vill eindregið hvetja alla íbúa sveitarfélagsins til þess að kynna sér verkefnið á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is