Listaveisla í Gallere Dynjanda næstu vikur

Boðið verður uppá listaveislu í Gallere Dynjanda á Bíldudal næstu vikur frá 15. október til 14. nóvember.

 

  • Dynjandi kveður að - sýning sem opnar 15. október kl. 20 og verður opin til og með 31. október, virka daga og um helgar frá 14-18. Sýningin er samsýning ólíkra listamanna út af heiti sýningarinnar og hefur verið í undirbúningi í eitt og hálft ár. Áætlað er að sýningin fari um Vestfirði og Austfirði veturinn 2010-2011. Sýningin er styrkt að Menningaráði Vestfjarða.
  • Land and See - sýning sem opnar 2. nóvember kl. 20 og verður opin til og með 14. nóvember virka daga og um helgar frá 14-18, wherelandandseameet.blogspot.com.
  • Gjörningar og grill - þann 5. nóvember býður Gallere Dynjandi til grillveislu og gjörninga í Skrímslasetrinu þar sem listamenn stíga á stokk og Rúrí heldur kynningu á verkum sínum.

 

Eigandi og sýningarstjóri Gallere Dynjanda er Jón Þórðarson á Bíldudal.

 

Frá árinu 2008 hafa verið settar upp um tólf sýningar á Bíldudal og þar að auki sýnt á fimm öðrum stöðum. Sýningaformin hafa verið mörg og fjölbreytt, myndlistasýningar, höggmyndir, ljósmyndir, keramik, ljóðlist, tónleikar, innsetningar, myndbönd og gjörningar svo að dæmi séu tekin.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is