Listi Samstöðu birtur

Bæjarmálafélagið Samstaða hefur lagt fram framboðslista til sveitarstjórnakosninga í Vesturbyggð í komandi kosningum.

Listann skipa:
1. Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri
2. Guðrún Eggertsdóttir viðskiptafræðingur
3. Jón Árnason skipstjóri
4. Magnús Ólafs Hansson verkefnastjóri
5. Jóhann Pétur Ágústsson bóndi
6. Sverrir Haraldsson útgerðarstjóri
7. Kristín Brynja Gunnarsdóttir háskólanemi
8. Alda Davíðsdóttir framkvæmdastjóri
9. Kristján Finnbogason húsasmiður
10. Agnieszka Stankiewicz húsmóðir
11. Páll Svavar Helgason, vélstjóri
12. Sædís Eiríksdóttir bankastarfsmaður
13. Gunnhildur A. Þórisdóttir verslunarstjóri
14. Hjörleifur Guðmundsson framkvæmdastjóri.

Arnheiður skipaði áður annað sæti listans. Úlfar B. Thoroddsen sem leiddi listann í síðustu kosningum gaf ekki kost á sér. Samstaða er bæjarmálafélag óháð stjórnmálaflokkum og hefur boðið fram lista í bæjarstórnakosningum frá árinu 1998 undir listabókstafnum S. Samstaða fékk fjóra menn kjörna og hafði hreina meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is