Litahringurinn sem hjálpartæki í bútasaumi

Á þessu námskeiði kynnast þátttakendur litahringnum og nota ákveðnar leiðir til að nýta hann við val og samsetningarnar á litum í bútasaumverk.

Þátttakendur gera sér sinn eigin litahring og vinna síðan prufur og minni verk til að þjálfa aðferðina.

 

Þátttakendur þurfa að koma með eigin saumavél, helstu áhöld til bútasaums, auk stiku, skurðarhnífs og mottu. Einnig efnisbúta í fjölbreyttu litaúrvali (upplagt að nýta afganga þó ekki minni en 8 x 8 cm). Gert er ráð fyrir að þátttakendur skiptist á bútum eftir þörfum.

 

Kennari kemur með pappír og liti.

 

Ath: Lágmark 10 þátttakendur. Námskeiðið verður frá 9-12 og 13 -16 laugardaginn 26. mars og 10 - 13 sunnudaginn 27. mars.

 

Þú getur skráð þig á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða eða með því að hafa samband við undirritaða.


Kennari: Guðrún Hannele Henttinen textílkennari og henni til aðstoðar Guðný Benediktsdóttir.
Verð kr: 26.600 -
Staður: Aðstaða Spólanna í sláturhúsinu á Patreksfirði
Námskeið hefst: 26/03/2011 - Umsóknarfrestur til: 22/03/2011
Fjöldi kennslustunda: 13

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is