Grunnskóli Vesturbyggðar
Litlu-jólin eru haldin í Grunnskóla Vesturbyggðar í dag.
Þá mæta nemendur í skólann kl. 8 eins og vanalega en fara heim kl. 11:30.
Kl. 14 mæta nemendur svo aftur á Litlu-jólin, í kirkjuna á Patreksfirði, en í skólana á Bíldudal og Birkimel. Litlu - jólunum lýkur kl. 16 og þá halda bæði nemendur og kennarar í jólafrí.
Kennsla á nýja árinu hefst samkvæmt stundaskrá 5. janúar.