Ljóðaleikir

Út er kominn geisladiskurinn Ljóðaleikir þar sem Þórður Marteinsson flytur kveðskap og rímur föður síns Marteins Gíslasonar.

 

Diskurinn er endurunninn úr gömlum upptökum með Dodda sem fluttar hafa verið á stafrænt form. Diskurinn er mjög áhugaverður fyrir þá sem hafa gaman af kveðskap og rímnasöng og á í raun heima á hverju heimili í Vesturbyggð.

Diskurinn er til sölu í Fjölvali sem gefur sölulaun sín til verkefnisins. Allur ágóði af sölu disksins mun renna til líknarmála.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is