Ljósmyndir Frakka af Íslandsmiðum 1907 til 1910

Franskir duggarar og preláti við Íslandsstrendur
Franskir duggarar og preláti við Íslandsstrendur
Fágætar ljósmyndir er að finna á sýningu um franska skútusjómenn við Íslandsstrendur.

Sýningin nefnist Franskir sjómenn við Íslandsstrendur og hefur María Óskarsdóttir frá Patreksfirði sett hana upp í salarkynnum Aliance Française í Reykjavík.

 

María á að baki staðarvarðanám frá Háskólanum á Hólum en titlar sig sem grúskara. Hún hefur safnað sögum, frásögnum og munum sem tengjast veru franskra skútusjómanna hér við land á 19. og 20. öld í nokkra áratugi.

 

María hefur safnað saman sextíu og fjórum frásögnum og textum sem tengjast frönsku duggurunum og leitar nú að útgefanda í Frakkandi, en hún fékk óvænta aðstoð fyrrum skipstjóra úr franska sjóhernum sem gróf fram fyrir hana margar gamlar ljósmyndir sem teknar höfðu verið af franska fiskveiðiflotanum. „Á árunum 1907 til 1910 fylgdi skipunum eftirlits- og sjúkraskip og það var maður um borð á einu slíku sem tók myndir sem eru algjör fjársjóður," sagði María. Tæplega hundrað slíkar myndir af Íslandsmiðum hafa varðveist og er þeim varpað á tjald á sýningunni hjá Aliance Française.

 

Greint var frá þessu í Morgunblaðinu um helgina.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is