Mæðradagsganga Göngum saman

Göngum saman
Göngum saman
Mæðradagsganga Göngum saman verður farin á Patreksfirði sunnudaginn 13. maí, kl. 11.

Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 13. maí, kl. 11. Á Patreksfirði verður gengið frá íþróttahúsinu Bröttuhlíð kl. 11 upp í Mikladal og til baka, 3 eða 5 km. Varningur til styrktar Göngum saman verður seldur við Bröttuhlíð.

Gangan hefst kl. 11 og nánari upplýsingar um hvern stað er að finna á heimasíðunni www.gongumsaman.is.

Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman.

Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina

Styrktarfélagið Göngum saman nýtur góðs af samstarfi við Landssamband bakarameistara sem stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 10-13. maí í tengslum við mæðradaginn. Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna.

 

Styrktarfélagið Göngum saman

Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið var stofnað haustið 2007 og hefur frá stofnun veitt íslenskum rannsóknaraðilum á sviði brjóstakrabbameins um 22 milljónir króna í styrki. Göngum saman leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins.
Meiri upplýsingar um félagið á heimasíðu félagsins www.gongumsaman.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is