Mælir gegn rækjuveiðum í Arnarfirði

Rækja
Rækja
Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að rækjuveiðar verði ekki leyfðar í Arnarfirði að svo stöddu.

 

Lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á rækju á grunnslóð vestan- og norðanlands. Eitt helsta markmið leiðangursins var að meta stofnstærð rækju á þessum svæðum. Að auki var allur aukaafli mældur.

 

Stofnvísitala rækju í Arnarfirði reyndist undir meðallagi og lægri en árið 2010.

 

Líkt og verið hefur undanfarin ár var helsta útbreiðslusvæði rækju í Arnarfirði innst í firðinum. Magn ungrækju var nálægt meðallagi og hefur hækkað nánast stöðugt frá árinu 2005.

 

Mikið var af þorsk- og ýsuseiðum á rækjusvæðunum og á grundvelli þess hefur Hafrannsóknastofnunin lagt til að rækjuveiðar verði ekki leyfðar í Arnarfirði að svo stöddu. Nauðsynlegt er að kanna svæðið aftur síðar með tilliti til seiðamagns.

 

Mælingin fór fram á Dröfn RE 35 á tímabilinu 14. september til 5. október. Leiðangursstjóri var Ingibjörg G. Jónsdóttir og skipstjóri Gunnar Jóhannsson.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is