Málþing um málefni fatlaðra - Hvað svo?

Málþing um málefni fatlaðra verður haldið í Edinborgarsalnum á Ísafirði á morgun 8. desember kl. 11:15-15:30.

 

Dagskrá:

 • Kl. 11.15 - 11.20. Setning. Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
 • Kl. 11.20 - 11.35. Gildin í samfélaginu - hvernig byggjum við brýr á milli mismunandi viðhorfa.
  Sóley Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri málefna fatlaðra á Vestfjörðum.
 • 11.35 - 12.05. Hugmyndafræðileg þróun í þjónustu á Vestfjörðum.
  Verkefni til eftirbreytni sem hægt væri nýta á vettvangi sveitarfélaga eftir yfirfærslu. Sigfríður Hallgrímsdóttir þroskaþjálfi og Harpa Stefánsdóttir þroskaþjálfi kynna hugmyndafræði og þá þjónustu sem einstaklingsmiðuð þjónustu á heimilum fólks býður upp á og er veitt hjá Svæðisskrifstofu.
 • 12.05 - 12.25. Hvaða væntingar hafa notendur til yfirfærslunnar.
  Hrafn Hjartarson notandi þjónustu í frekari liðveislu. Aðalheiður Pálmadóttir notandi í dagþjónustu og frekari liðveislu. Kristrún Hermannsdóttir foreldri


12.25 - 13.15. Hádegishlé.

 

 • 13.15 - 13.25. Kynning á Byggðasamlagi Vestfjarða
  Arnheiður Jónsdóttir verkefnastjóri kynnir Byggðarsamlag Vestfjarða.
 • 13.25 - 13.55 Kynning á fyrirkomulag þjónustu við fatlaða eftir yfirfærslu fulltrúar frá félagsþjónustum á Vestfjörðum kynna uppbyggingu þjónustu í hverju sveitarfélagi.
  Strandasýsla / Reykhólar. Andrea Björnsdóttir fullrúi í fjölskyldu og velferðarnefnd Strandasýslu og Reykhólahrepps kynnir.
  Ísafjarðarbær. Margrét Geirsdóttir forstöðumaður skóla og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar kynnir.
  Bolungarvík. Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsmálastjóri Bolungarvíkur kynnir.
  Súðavík. Guðný Hildur Magnúsdóttir félagsmálastjóri í Súðavík kynnir.
  Vesturbyggð / Tálknafjörður. Arnheiður Jónsdóttir bæjarfulltrúi kynnir.
 • 13.55 - 14.10. Hvað gerist um áramót?
  Kynning á samkomulagi og nýju lagafrumvarpi um málefni fatlaðra. Einar Njálsson formaður verkefnisstjórnar kynnir helstu breytingar á skipan þjónustu við fatlað fólk um næstu áramót.
 • 14.10 - 15.30 Umræður og fyrirspurnir.

 

Fulltrúar þjónustusvæðis og félagsþjónusta á Vestfjörðum, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum og formaður verkefnisstjórnar vegna yfirfærslu málefna fatlaðra sitja fyrir svörum.

 

Stjórnandi málþingsins er Þór Garðar Þórarinsson skrifstofustjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

 

Málþingið er hluti málþingsraðar sem Stjórnarnefnd málefna fatlaðra, félags- og tryggingamálaráðuneytið, Svæðisskrifstofa Vestfjarða og Svæðisráð Vestfjarða standa að.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is