Málþing um nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar

Málþing um nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar verður haldið í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bílududal sunnudaginn sunnudaginn 14. nóvember kl 13.15-16.15.

 

Dagskrá
1. Nýtingaráætlun: Aðdragandi og sjónarmið. Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
2. Nýtingaráætlun Arnarfjarðar: Gögn og aðferðir. Gunnar Páll Eydal, Teiknistofunni Eik.
3. Skipulag á landi og í sjó, Stefán Thors, skipulagsstjóri. Skipulagsstofnun.
4. Rannsóknir á lífríki sjávar. Hjalti Karlsson, forstöðumaður, Hafrannsóknastofnun,
5. Leyfisveitingar og auðlindir á hafsbotni, Lárus Ólafsson, yfirlögfræðingur, Orkustofnun.
6. Nýting og skipulag strandsvæða, Sigríður Ólafsdóttir, doktorsnemi.

 

Málþingið er öllum opið til kynningar fyrir íbúa og aðra sem hafa áhuga á þessu verkefni. Það markar einnig upphaf vinnu að gerð nýtingaráætlunar fyrir strandssvæði Arnarfjarðar.

 

Að málþinginu standa Fjórðungssamband Vestfirðinga, Háskólasetur Vestfjarða og Teiknistofan Eik.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is