Mánaðarlegar upplýsingar um starfsemi Kópavogsbæjar

Kópavogur
Kópavogur
Undanfarið hafa starfsmenn Kópavogsbæjar unnið að því að þróa gerð mánaðarskýrsla, sem lagðar verða fram í bæjarráði og síðan dreift til stjórnenda.

Í skýrslunni er samansafn upplýsinga úr hinum ýmsu kerfum sem notast er við í stjórnsýslu bæjarins. Markmiðið er að auka upplýsingagjöf þannig að ákvarðanir verði markvissari. Mánaðarskýrslur verða einnig kynntar stjórnendum og starfsfólki bæjarins enda tilgangur með birtingu upplýsinga einnig sá að mæla afköst stjórnsýslunnar.

 

Stefnt er að því að mánaðarskýrslan verði tilbúin til framlagningar á síðasta bæjarráðsfundi hvers mánaðar og nái til nýliðins mánaðar. Markast það af því að upplýsingar úr fjárhagskerfum liggja ekki fyrir fyrr.

 

Skýrsla um starfsemi Kópavogsbæjar sem lögð var fram á bæjarráðsfundi þann 29. september sl. (PDF 428 KB)

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is