Matarbingó Hjálparsjóðs Kvenfélagsins Sifjar

Hið árlega matarbingó Hjálparsjóðs Kvenfélagsins Sifjar fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 6. nóvember kl. 14.

 

Ágóði bingósins rennur allur til Hjálparsjóðs Kvenfélagsins Sifjar en úthlutað er úr sjóðnum í algerum trúnaði.

Vinningar bingósins eru að vanda alveg frábærir. Margir fínir matarpakkar sem félagskonur í Kvenfélaginu Sif setja saman og gefa sjálfar, ýmis gjafabréf, s.s. fyrir matvöruúttekt í Albínu og Fjölvali, til úttektar á fiski hjá Odda hf., o.fl.

Nefndarkonur vilja þakka öllum velunnurum Hjálparsjóðs, sumum hverjum til margra ára, og minna um leið á að hægt er að leggja sjóðnum lið með peningagjöfum ef þess er óskað.

 

Þeir sem hafa hug á slíku geta haft samband við formann Kvenfélagsins Sifjar, Sigríði Ólafsdóttur, Aðalstræti 17, Patreksfirði.

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is