Matís við sunnanverða Vestfirði

Matís
Matís
Matís leggst á árarnar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matavælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu.

Liður í þeirri sókn er ráðning tveggja starfsmanna með starfsstöð á sunnanverðum Vestfjörðum en þessir starfsmenn bætast í hóp þeirra tveggja sem nýlega voru ráðnir til starfa á Grundarfirði á Snæfellsnesi. Starfsmennirnir eru þau Lilja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, og Hólmgeir Reynisson, sérfræðingur. Þau hafa aðstöðu í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði.

Matís mun vinna með fyrirtækjum, sveitastjórnum og einstaklingum á svæðinu sem munu geta nýtt sér sérfræðiþekkingu Matís til uppbyggingar sinnar eigin starfsemi. Starfsemi Matís við Breiðafjörð byggir á traustu og öflugu samstarfi við heimamenn enda hafa þeir haft frumkvæði að þeirri uppbyggingu sem Matís ræðst nú í.

Hafa má samband við starfsmenn Matís á sunnanverðum Vestfjörðum, Lilja í síma 858-5085 og í tölvupósti liljam@matis.is og Hólmgeir í síma 867-4553 og tölvupóstur holmgeir@matis.is.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is