Matráður óskast

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Laust er til umsóknar starf matráðs við Bíldudalsskóla og leikskólann Tjarnarbrekku í 50% starfshlutfalli.

Starfið fellst í innkaupum hráefnis, eldun, umsjón, frágangi og akstri matar fjóra daga í viku fyrir grunnskólann á skólaárinu (ágúst-maí) og fimm daga í viku fyrir leikskólann. Starfið heyrir undir grunnskóla Vesturbyggðar.

Laun samkvæmt kjarasamningi FOS-Vest og Kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti byrjað strax.

Frekari upplýsingar veitir Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar í síma 450 2321.


Vesturbyggð, 16. ágúst 2012
Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri.
 
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is