Melodíur minninganna 10 ára

Jón Kr. Ólafsson söngvari
Jón Kr. Ólafsson söngvari
Á morgun, þann 17. júní heldur tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar, Melodíur minninganna á Bíldudal, upp á 10 ára starfsafmæli sitt.

Safnið var formlega opnað á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 2000 og hefur söngvarinn og lífskúnstnerinn Jón Kr. byggt safnið upp af sinni alkunnu eljusemi.

Á safninu kennir margra grasa og þar er stiklað á stóru í tónlistarsögu landsins.

Þar er hægt að skoða mikið að munum sem verið hafa í persónulegri eigu okkar helstu listmanna á tónlistarsviðinu og eru nú í varðveislu safnsins.

Í tilefni afmælisins kynnir Jón nýútkominn DVD-disk og bók um litrikt lífshlaup sitt á afmælisdaginn.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is