Miðar á árshátíð afhentir í dag

Miðar skulu sóttir fyrir kl. 16 í dag, fimmtudaginn 15. mars, á skrifstofu Vesturbyggðar.

Árshátíð fyrirtækja og stofnana í Vesturbyggð verður haldin laugardaginn 17. mars 2012.

 

Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk og hefst skemmtunin kl. 20:00. Veislustjóri verður hinn stórskemmtilegi Aðalsteinn Júlíusson.

 

Hljómsveitin SOS leikur fyrir dansi og sér um fjörið fram eftir nóttu.

 

Glæsilegur hátíðarmatseðill frá veitingastaðnum Þorpinu.

 

Miðaverð kr. 7.000.-

 

Vínveitingar eru í boði og er 18 ára aldurstakmark. Grænt þema og snyrtilegur (grænn) klæðnaður.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is