Mikil tækifæri í skelrækt í Patreksfirði og Tálknafirði

Bláskel sett í sokk
Bláskel sett í sokk
Fyrirtækið Skelfiskur hóf tilraunaræktun á bláskel (kræklingi) í Patreksfirði og Tálknafirði árið 2007.

Í nýliðinni viku var 1,3 tonn af ársgamalli skel tekin af ræktunarböndum og stærðarflokkuð. Skelin er síðan sett í ræktunarsokka og verður ræktuð áfram í 16 til 24 mánuði. Áætlað er að uppskera um 4 tonn af skel árið 2011. Á nýliðnu sumri (2009) voru sett úr ræktunarbönd, sem áætlað er að skili 15-20 tonnum af bláskel árið 2012.

 

Tilraunastarfið hefur nú skilað mjög mikilvægum upplýsingum um forsendur svæðisins til ræktunar á bláskel og flest bendir til að innan fárra ára sé raunhæft að rækta nokkur hundruð tonn í fjörðunum tveimur. Skelfiskur ehf vinnur einnig að rannsóknum til að meta forsendur fyrir ræktun á bláskel í Arnarfirði, en þar hefur mælst hátt innihald af þungmálminum kadmíum sem verið er að rannsaka nánar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is