Minjasafn Egils Ólafssonar á safnadaginn

Minjasafn Egils Ólafssonar heldur upp á safnadaginn, sunnudaginn 10. júlí, með ýmsu móti.

 

Ókeypis aðgangur verður inná safnið á safnadaginn og verður safnið opið frá kl. 11 til kl. 19.

 

Dagskrá safnadagsins hefst með messu í Sauðlauksdalskirkju kl. 14.

 

María Óskarsdóttir verður með fyrirlestur í safninu um mataræði sjómanna á fyrri tímum og hefst hann kl. 15:30. Einnig verða sýndar gamlar myndir frá Patreksfirði og úr Barðastrandasýslu.

 

Veitingaþjónusta safnsins verður opin frá kl. 11 til kl. 20. Boðið verður upp á frítt molakaffi í tilefni dagsins.

 

Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í sumar, þar er helst að nefna sýningu Maríu Óskarsdóttur um veru og störf franskra sjómanna við Ísland á árum áður. Þar eru m.a. 64 samskiptasögur á frönsku og íslensku. Einnig má sjá þar einstakar ljósmyndir, fágæta muni og söguna sýnda í máli og myndum.

 

Gamli hluti safnsins er óbreyttur með einstökum menningararfi okkar, sem Egill Ólafsson safnaði. Björgunarafrekinu við Látrabjarg eru gerð góð skil og einnig Gísla á Uppsölum.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is