Minjasafn Egils Ólafssonar verður opnað á þriðjudag

Egill Ólafsson
Egill Ólafsson
Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti verður opnað á ný þriðjudaginn 24. maí nk. kl. 11:00.

Opið verður alla daga frá 11:00 til kl. 19:00 fram í september, en kaffiterían verður opin til kl. 20:00

Unnið er að uppsetningu sýningarinnar Franskir sjómenn við Íslandsstrendur sem er um veru Fransmanna hér við land. Hún samanstendur af gömlum myndum og munum, mörgum yfir 100 ára gömlum, upplýsingum um helstu samskipti sjómannanna við landsmenn, frönskum og íslenskum bókum um útgerð þeirra á Íslandsmið og nútímahorni, þar sem nýju samskiptunum er lýst.

Þá er breytt og betrumbætt veitingaþjónusta. Boðið verður uppá nestispakka alla daga sem tilvaldir eru til að taka með sér í lengri eða skemmri ferðir. Einnig verður boðið upp á sjávarréttahlaðborð um helgar. Hægt verður að panta grillveislur (útigrill) fyrir hópa. Panta þarf með fyrirvara þegar um hópa er að ræða í grill eða sjávarréttahlaðborð. Í veitingasölunni sjálfri verða svo margskonar kræsingar í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is