Minningarhátíð Péturs og Ásthildar

Pétur J. Thorsteinsson og Ásthildur Guðmundsdóttir
Pétur J. Thorsteinsson og Ásthildur Guðmundsdóttir
Á laugardaginn kemur, 23. júlí nk. verður þeirra heiðurs hjóna, Péturs Jens Thorsteinssonar og Ásthildar Guðmundsdóttur minnst, en 60 ár eru liðin frá því að minnisvarði var reistur um þau á Bíldudal.

 

Í tengslum við þennan atburð verður ættarmót niðja þeirra og munu þeir m.a. færa Vesturbyggð bækling um starfssemi þeirra hjóna á Bíldudal.

 

Pétur Jens Thorsteinsson byggði upp verslunarveldi sitt um og eftir árið 1880. Pétri fylgdi mesta uppgangstímabil í sögu staðarins. Hann gerði út fiski- og farskip, reisti verslunarhús, íshús og margt fleira. Guðmundur, sonur Péturs, er betur þekktur sem listmálarinn Muggur.

 

Hátíðardagskráin hefst kl. 12.00 á hádegi með ávarpi bæjarstjóra Vesturbyggðar Ásthildar Sturludóttur og fulltrúa afkomenda. Boðið er upp á fjölbreytt tónlistaratriði.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is