Mótorhjólamessa í Haga

1 af 3
Á sunnudaginn síðasta fór fram mótorhjólamessa í Haga á Barðaströnd.

Messan var haldin í samvinnu við Bifhjólaklúbbinn Þeysi en í klúbbnum eru margir riddarar götunnar á suðursvæði Vestfjarða. Messan var vel sótt þrátt fyrir að veðurútlit væri tvísýnt en sól og blíða mætti kirkjugestum eftir messu þar sem boðið var upp á hressingu. Hljómsveit lék sálma og lög í messunni og mæltist það vel fyrir hjá kirkjugestum.

Þetta er í fyrsta skipti sem messað er til heiðurs bifhjólafólki á svæðinu svo vitað sé.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is