Móttökuritari

Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði
Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði
Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði auglýsir starf móttökuritara.

 

Um er að ræða hálfa stöðu (50%) og vinnutíma frá kl. 12:30 til 16:30 virka daga.

 

Starfið felst í símasvörun, móttöku á tímapöntunum lækna, hjúkrunarfræðinga, lífeindafræðings og miðlun upplýsinga.

Viðkomandi þarf að hafa almenna tölvuþekkingu, góða kunnáttu í íslensku og vald á erlendum tungumálum er kostur.

 

Starfið kallar á gott viðmót, færni í samskiptum og lipurð í þjónustu.

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2012.

 

Nánari upplýsingar veitir: Úlfar B Thoroddsen forstjóri á almennum opnunartíma stofnunarinnar, mánudaga- föstudaga. Sími 450 2000, netfang:ulfar@hsp.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is