Myndlistarsýningin Land & sjór í Gallerie Dynjanda

Land & sjór
Land & sjór
Myndlistarsýningin Land & sjór opnar þriðjudaginn 2. nóvember kl. 20 í Gallerie Dynjanda á Bíldudal.

 

Sýningin er samstarfsverkefni milli fimm listamanna frá Danmörku, Skotlandi, Íslandi og Hollandi. Hópurinn hefur nú þegar sýnt í Danmörku og heldur til Hollands að lokinni sýningu hér og endar í Skotlandi þar sem verkefnið hófst.

 

Gestalistamaður sýningarinnar er Rúrí og mun hún halda kynningu á verkum sínum sunnudaginn 7. nóvember í Baldurshaga á Bíldudal.

 

Dagskrá Gallerie Dynjanda

  • 2. nóvember, opnun myndlistarsýningarinnar Land & sjór kl. 20.
  • 6. nóvember, gjörningardagskrá þar sem listamennirnir Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir og Erik Hirt, Una Björk Sigurðardóttir verða með gjörningar.
  • 7. nóvember, grill í Baldurshaga og síðan verða sýnd myndbandsverk eftir listamennina
    Etienne De France, Diane Merlot og Helenu Hansdóttur.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is