Náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi, býður upp á einstaklingsviðtöl í þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði þann 30. september frá kl. 15. Tímapantanir eru í síma 899 0883.


Í Skor mun Björn einnig kynna raunfærnimat, kl. 20.

  • Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð til dæmis með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi.
  • Raunfærnimat gengur út á að staðfesta og meta raunverulega færni einstaklings í skilgreindum verkum eða námsefni án tillits til þess hvernig eða hvar einstaklingurinn hefur náð færninni.
  • Raunfærnimat er mat á starfsreynslu til styttingar á námi í átt til sveinsprófs.
  • Raunfærnimat hentar þeim sem hófu einhvern tímann iðnnám eða hafa starfað lengi í iðngrein og vilja ljúka námi með hagkvæmum hætti.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is