Námskeið á næstunni

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður námskeiðin Aftur í nám og Hvernig meðhöndla skal lambaskrokk á Patreksfirði í nóvember.

Aftur í nám
er námskeið sem hefst 1.nóvember hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Patreksfirði.

 

Námskeiðið er ætlað þeim sem komnir eru af unglingsaldri og glíma við lestrar- og skriftarörðugleika. Tilgangur námsins er að efla sjálfstraust námsmanna og þjálfa þá í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis. Auk þess er farið í sjálfsstyrkingu, íslensku og tölvu- og upplýsingatækni á námskeiðinu. Bæði er um að ræða einstaklings- og hópkennslu.

 

„Aftur í nám" er 95 kennslustunda nám sem menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til styttingar náms í framhaldsskóla til allt að 7 einingum.

 

Meta má námið á móti allt að 7 einingum í vali, 7 einingum á kjörsviði og/eða til almennra greina eftir styrkleika viðkomandi einstaklings.

 

Kennarar: Sturla Kristjánsson, Jón Einar Haraldsson o.fl.
Verð kr: 64.000 - (Athugið endurgreiðslu úr stafsmenntasjóðum)
Staður: Þekkingarsetrið Skor
Fjöldi kennslustunda: 95
Þú getur skráð þig hér!

 

Hvernig meðhöndla skal lambaskrokk er námskeið sem gegnur út á að kenna fólki að ganga frá lambaskrokk í frystikistuna. Þ.e. hvernig skal úrbeina og saga kjötið. Þá verður útskýrt hvernig á að gera bæði kæfu og rúllupylsu, gefnar ráðleggingar um eldun allra bita skrokksins og uppskriftahefti fylgir með.

 

Tími: 3. Nóvember kl. 18.00 Aðeins 6 þátttakendur í einu. Lambaskrokkur ekki innifalinn í verði. (Kennari getur skaffað 18 kg lambaskrokk úr Dýrafirði og kostar hann 18.000)
Kennari: Guðmundur Helgi Helgason matreiðslumeistari
Staður: Félagsheimili Patreksfjarðar
Fjöldi kennslustunda: 4
Verð: 11.900.-
Þú getur skráð þig hér!

 

Skráning og upplýsingar hjá Maríu í síma 8451224 eða 4905095

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is