Námskeið í kvikmyndagerð og leiklist

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Til stendur að halda námskeið í kvikmyndagerð og leiklist fyrir börn og unglinga í ágúst.

 

Ef áhugi reynist fyrir þessum námskeiðum er fólk beðið um að hafa samband við félagsmála- og frístundafulltrúa Vesturbyggðar í síma 4502300 eða gegnum netfangið felagsmalafulltrui@vesturbyggd.is.

 

Ef af verður munu námskeiðin verða haldin í ágúst, vinsamlega takið fram hvaða dagsetningar henta hverjum og einum og verður sú dagsetning þá fyrir valinu sem flestir velja:

 

  • 3.-6. ágúst (þriðjudagur - laugadags vegna frí d.verslunarmanna) eða
  • 9.-13. ágúst eða
  • 16.-20. ágúst (má færa til 15.ág - 19.ág (sun.-fim.)


Kvikmynda/leiklistarnámskeið fyrir 8 til 11 ára
Krakkarnir byrja í leiklistarkennslu þar sem hugmyndir að persónum og söguþræði verða þróaðar í handrit. Handritið verður skrifað og undirbúið fyrir tökur. Allir hjálpast að við að finna búninga við hæfi, leikmuni og tökustaði. Að lokum verður stuttmyndin tekin upp, klippt og haldin frumsýning. Allir þátttakendur fá myndina á DVD disk. Námskeiðið er frá mánudegi - föstudags: frá kl. 8 - 12 í eina viku. Verð kr. 10.800.-

Kvikmynda/leiklistarnámskeið fyrir 12-14 ára

Farið verður í hina ýmsu þætti við kvikmyndagerð. Unnin verða skapandi og krefjandi verkefni eftir áhugasviðum einstaklinganna: leiklist/tækni/leikstjórn ofl. allt eftir fjölda áhugasamra um hvert svið. Þátttakendur gera einnig sameiginlega stuttmynd, þar sem unnið verður handrit úr hugmyndum, handritið æft, undirbúið, tekið upp, klippt og að lokum frumsýnt. Allir þátttakendur frá myndina á DVD disk. Námskeiðið er frá mánudegi-föstudags: frá kl. 13 - 18 í eina viku. Verð kr. 17.400.-

 

Einnig er möguleiki á að halda sérstakt kvöldnámskeið fyrir 15-18 ára ef áhugi reynist fyrir því.

 

Um leiðbeinendurna
Að námskeiðinu stendur menntað fólk í kvikmyndagerð sem hefur töluverða starfsreynslu í greininni, auk þess að vinna með börnum. Þrír leiðbeinendur verða á hverju námskeiði. Tveir menntaðir kvikmyndagerðamenn sem verða á öllum námskeiðunum og einn menntaður leikari verður á hverju námskeiði en misjafnt verður eftir landshlutum og tímasetningu námskeiða hvaða leikari verður með okkur.

 

Yfirleiðbeinandi er Sandra Steinþórsdóttir, kvikmyndagerðakona, sem er með diploma í handritsgerð og leikstjórn frá Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2009. Sandra hefur unnið í greininni síðan. Að auki hefur hún mikla reynslu af að vinna með börnum. Var umsjónarmaður í Sumarbúðunum Ævintýralandi 2008 og leiðbeinandi á kvikmyndagerðanámskeiði þar. Sandra hefur líka leiðbeint unglingum í kvikmyndagerð fyrir ungmennafélög.

 

Tæknimaður/leiðbeinandi er Viktor Davíð Jóhannsson, kvikmyndagerðamaður. Hann lauk grunndeild í sjónvarps og kvikmyndaframleiðslu frá Medieskolerne i Viborg 2005. Er með diploma af tæknisviði frá Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2009. Viktor hefur unnið í greininni síðan. Meðal stærri verkefna Viktors eru Jóhannes, Bjarnfreðarson og Réttur 2.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is