Námskeið í sápugerð

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Námskeið í sápugerð verður haldið á Patreksfirði á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum við gerð sápu í föstu formi.

Algeng aðferð verður kennd en fleiri nefndar. Allir eiga að geta búið til sápu eftir eigin uppskriftum að námskeiðinu loknu.

Námskeiðið verður haldið 2. mars nk. í Þekkingarsetrinu Skor. Kennslustundir verða þrjár og kennari verður Ólafur Árni Halldórsson.

Verð: 8.500.-

Þú getur skráð þig á vef Fræðslumiðstöðvarinnar eða með því að hafa samband við Maríu Ragnarsdóttur, maria@frmst.is.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is