Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Námsvísir
Námsvísir
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir skólaárið 2012-2013 er kominn út.

 

Í námsvísinum eru tilgreind um 80 námskeið og námsleiðir, sem er nokkru meira en undanfarin ár.


Auk kennslu ýmissa námskeiða og lengra náms tekur Fræðslumiðstöð Vestfjarða þátt í nokkrum þróunarverkefnum. Má þar nefna 210 kennslustunda nám fyrir starfsfólk í leikskólum, 660 kennslustunda nám til undirbúnings háskólanámi og þátttöku miðstöðvarinnar í Fab Lab verkefninu með Menntaskólanum á Ísafirði og fleiri aðilum.

 

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur kappkostað að þjóna atvinnulífi og einstaklingum á Vestfjörðum. Má í því sambandi nefna að miðstöðin hefur hannað nám fyrir erlenda frístundafiskimenn og prófað þá í skipstjórnarfræðum þannig að þeir hefðu heimild til að fara með báta hjá bátaleigunum, sem reka þess starfsemi. Var settur upp sérstakur vefur til að koma efninu til skila og er slóðin á hann www.plato.is.

 

Fræðslumiðstöð Vestfjarða rekur mannaðar starfsstöðvar á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði. Þar er hægt að fá frekari upplýsingar um námsframboð hjá miðstöðinni, en einnig er hægt að fá viðtöl við náms- og starfsráðgjafa miðstöðvarinnar. Er fólk hvatt til að nýta sé þá þjónustu.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is