Nemendur Birkimelsskóla styrkja Keran Stueland

Nemendur Birkimelsskóla 2009-2010
Nemendur Birkimelsskóla 2009-2010
Nemendur Birkimelsskóla á Barðaströnd tóku sig saman og söfnuðu fyrir Keran Stueland Ólason.

 

Keran er sonur Óla Ásgeirs Keranssonar frá Breiðavík og Sigrúnar Óskarsdóttur. Keran með SMA1 sem er taugahrörnunarsjúdómur.

 

Nemendur skólans föndruðu engla og jólakort sem þeir síðan seldu og afhentu Keran ágóðan. Nemendurnir seldu á jólabasar slysavarnardeildarinnar Unnar á Patreksfirði og á Barðaströnd. Einnig styrkti Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk nemendurnar með því að keyra þeim í sölutúr.

 

Nemendurnir hafa gert þetta í tvö, að föndra og selja og gefa svo ágóðan einhverju barni sem á þarf að halda. Bæði í fyrra og núna í ár hafa þau valið barn sem að á ættir sínar að rekja til Barðastrandar.

 

Alls söfnuðust 32.390 kr. og er þetta framtak nemenda Birkimelsskóla til mikillar fyrirmyndar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is