Nemendur í Birkimelsskóla styrkja UNICEF

Jólaenglar
Jólaenglar
Nemendur í Birkimelsskóla á Barðaströnd útbjuggu falleg jólakort í desember sem þau seldu til styrktar UNICEF.

Ágóðinn af sölunni náði heilum 24 þúsund krónum og er UNICEF einkar snortið af þessu frábæra framtaki. Stuðningurinn mun koma sér vel í starfi UNICEF fyrir börn sem búa við sára neyð.

 

Birkimelsskóli er átta manna skóli á Barðaströnd á sunnanverðum Vestfjörðum sem heyrir undir Grunnskóla Vesturbyggðar.

 

Nemendurnir sem tóku þátt í verkefninu eru:

  • Páll Kristinn Jakobsson 8.bekk
  • Daníel Örn Ívarsson 8.bekk
  • Ágúst Vilberg Jóhannsson 8.bekk
  • Jarþrúður Ragna Jóhannsdóttir 6.bekk
  • Salvar Þór Jóhannsson 6.bekk
  • Þorkell Mar Jóhannsson 6.bekk
  • Ólafur Sölvi Jakobsson 5.bekk
  • Steinunn Rún Jakobsdóttir 3.bekk

 

Guðný Matthíasdóttir er umsjónarkennari við Birkimelsskóla.

 


Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is