Níundi bekkur Patreksskóla verðlaunaður

Níundi bekkur Patreksskóla og forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson
Níundi bekkur Patreksskóla og forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson
Síðastliðinn þriðjudag var 9. bekk Patreksskóla afhent fyrstu verðlaun í skólaverkefni Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni, sem ber nafnið Heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og forvarnir, skólaárið 2011-2012.

Verðlaunaafhending fór fram í Norræna húsinu og afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verðlaunin.

Undirtitill hjá Patreksskóla er: „Það er allt í lagi að láta sig dreyma."

 

Til hamingju krakkar, kennarar, skólastjóri og foreldrar!

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is