Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009

Niðurstöður í rannsókn Hagstofunnar á notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og neti sýna að tölvur eru á 92% íslenskra heimila og 90% eru með nettengingu. Helmingur íslenskra heimila er með tvö sjónvarpstæki eða fleiri og 48% eru með flatskjá. Nær öll nettengd heimili eru með háhraðatengingu, eða 97%.

 

Tölvu- og netnotkun er mjög almenn en 93% landsmanna á aldrinum 16-74 ára höfðu notað tölvu og netið síðustu þrjá mánuði fyrir rannsóknina. Níu af hverjum tíu netnotendum senda tölvupóst og 78% lesa vefútgáfur dagblaða eða tímarita. Þrír af hverjum fjórum netnotendum nota netið til að leita upplýsinga á heimasíðum opinberra aðila og mikill meirihluti þeirra segir þessa upplýsingaleit ganga vel.

 

Hlutfall þeirra sem versla á netinu lækkar milli ára í fyrsta skipti síðan mælingar hófust árið 2002. Þeir sem versla á netinu kaupa síður farmiða, gistingu og aðra ferðatengda þjónustu en fyrri ár. Í ár birtast í fyrsta skipti upplýsingar um hvaðan fólk verslar á netinu, hversu oft það verslar og fyrir hvað mikið.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is