Ný handbók um fjármál sveitarfélaga

Ný sveitarstjórnarlög tóku gildi um síðustu áramót, nr. 138/2011.

Þau gera ráð fyrir töluverðum breytingum varðandi fjármál og reikningsskil sveitarfélaga. Í gildi hafa verið ýmsar reglur og gilda áfram en sumar munu taka breytingum og settar verða nýjar.

 

Til þess að halda utan um þessi mál er hér með opnuð handbók um reikningsskil og fjármál sveitarfélaga og hefur hlotið vinnuheitið „SKÓRINN". Bókinni er ætlað jafnframt að halda utan um ýmsar aðrar upplýsingar, svo sem álit reikningsskila- og upplýsinganefndar og fleira.

 

Þegar eru ýmsar upplýsingar varðandi reikningsskil og fjármál á heimasíðu innanríkisráðuneytisins undir sveitarstjórnarmál og verða þau flutt yfir í ofangreinda handbók eftir því sem fram vindur.

 

Þeir aðilar sem vilja hafa áhrif á efni Skósins og framsetningu eru hvattir til og beðnir um að koma ábendingum sínum á framfæri í netfangið postur@irr.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is