Ný störf á sunnanverðum Vestfjörðum!

1 af 2

Ný og spennandi störf eru í boði á sunnanverðum Vestfjörðum!


Forstöðumaður tæknideildar í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi

 

Staða forstöðumanns tæknideildar er nýtt og áhugavert starf í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Forstöðumaður verður yfirmaður skipulags- og tæknimála og mun hafa yfirumsjón með framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélaganna.

 

Helstu verkefni:

  • Stefnumótun og gerð fjárhagsáætlana fyrir tilheyrandi málaflokka.
  • Framkvæmdaáætlanir.
  • Viðhaldsáætlanir.
  • Sorpmál.
  • Skipulags- og byggingarmál.
  • Götur, fráveitur, vatnsveitur og umferðarmál.
  • Hafnarmannvirki.
  • Eftirlit með eignum sveitarfélagsins.

 

Við leitum að vel menntuðum og duglegum einstaklingi. Lögð er áhersla á frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sem og góða samskiptahæfni.

 

Gerð er krafa um háskólamenntun og starfsreynslu á sviði byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða aðra sambærilega menntun og reynslu sem uppfyllir skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í síma 450 2300 eða netfanginu baejarstjori@vesturbyggd.is.

 

Umsóknarfrestur er til 8. nóvember 2010.


Tæknistjóri

 

Tæknistjóri óskast til starfa í verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

 

Tæknistjóri starfar náið með framkvæmdastjóra við skipulagningu og samræmingu á viðhaldsvinnu. Viðkomandi hefur umsjón með varahlutalager og sér um viðhald og viðgerðir á vélasamstæðum og vinnuvélum fyrirtækisins. Hann hefur einnig eftirlit meðviðhaldsvinnu og viðgerðum verktaka.

 

Íslenska kalkþörungafélagið er dótturfélag írska fyrirtækisins Celtic Sea Minerals sem hefur starfrækt verksmiðju á Bíldudal frá árinu 2007. Starfsemi fyrirtækisins felst í þurrkun og mölun á kalkþörungum. Hjá fyrirtækinu starfa 16 manns.

 

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur V. Magnússon framkvæmdastjóri: gudmundur@iskalk.is.


Líffræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða

 

Náttúrustofa Vestfjarða óskar eftir að ráða líffræðing í fjölbreytt starf með áherslu á sjávarrannsóknir. Starfið verður í starfsstöð Náttúrustofunnar í Vesturbyggð.

 

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist til Náttúrustofu Vestfjarða, Aðalstræti 21, 415 Bolungarvík, eða á netfangið the@nave.is fyrir mánudaginn 1. nóvember 2010.

 

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður, í síma 456 7005 eða 892 6005 eða netfanginu the@nave.is.

 

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari

 

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari óskast í fullt starf við Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði.

 

Upplýsingar fást hjá Margréti Brynjólfsdóttur sjúkraþjálfara í síma 698 9913 eða netfanginu maggabr@gmail.com.


Á sunnanverðum Vestfjörðum búa ríflega 1300 manns í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Stærstu byggðakjarnarnir eru: Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur.

 

Í sveitarfélögunum eru mjög góðir grunnskólar, leikskólar, tónlistarskólar og framhaldsdeild Fjölbrautar- skóla Snæfellinga. Þrjú nýleg íþróttahús eru á svæðinu, tvær mjög góðar sundlaugar og frábær líkamsræktaraðstaða. Öflugt íþróttastarf er í sveitarfélögunum sem og menningar- og tónlistarstarf. Auðvelt er njóta útivistar þar sem ægifögur náttúra Vestfjarða er alls staðar innan seilingar, s.s. Rauðasandur, Látrabjarg, Ketildalir og Barðaströnd.

 

Samgöngur innan svæðisins eru mjög góðar. Flugfélagið Ernir flýgur alla daga nema laugardaga til Bíldudals frá Reykjavík (tekur 30 mínútur) og Breiðafjarðarferjan Baldur fer alla daga nema laugardaga yfir vetrartímann frá Stykkishólmi að Brjánslæk.

 

Mannlífið er gott og íbúarnir eru samstíga um að bjóða upp á kröftug, samheldin og framsækin sveitarfélög.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is