Nýjar leikskólareglur

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð hefur gefið út nýjar reglur leikskóla Vesturbyggðar.

Helsta breyting frá fyrri reglum er að leikskólar sveitarfélagsins taka nú við börnum á aldrinum 14 mánaða til 6 ára. Þessi breyting er í samræmi við stefnuskrá núverandi meirihluta fyrir síðustu kosningar og áherslur beggja framboða. Í fyrri reglum var kveðið á um að börn á aldrinum 2 ára til 6 ára væru tekin inn.

 

Bæjarstjórn Vesturbyggðar og Fræðslunefnd Vesturbyggðar hafa lagt áherslu á að tekið sé á móti yngri börnum í leikskóla Vesturbyggðar, í ljósi þess að skortur á dagvistunarúrræðum fyrir yngri börn hefur verið afar mikill í sveitarfélaginu.

 

Umsóknum um leikskólavist skal framvegis skilað á skrifstofu Vesturbyggðar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is