Nýjustu fréttir af inflúensunni

Munum eftir inflúensunni
Munum eftir inflúensunni
Í síðustu viku kom út nýtt tölublað af Farsóttafréttum (PDF 156 KB) sem er rafrænt fréttabréf frá sóttvarnarlækni. Efni þessa tölublaðs er hin svokallað svínaflensa.

Dæmigerð einkenni eru sögð vera hiti, hálssærindi, hósti, höfuðverkur og vöðvaverkir og stöku sinnum væg einkenni frá meltingarvegi (uppköst eða niðurgangur). Flestir ná sér fljótt eftir stutt veikindi.

Íslendingar hafa fest kaup á 300.000 skömmtum af bóluefni gegn hinni nýju inflúensu sem dugar til að full bólusetja a.m.k. helming þjóðarinnar. Áætlað að fyrstu skammtar bóluefnisins komi hingað til lands í október. Afgangur bóluefnisins mun síðan koma mánaðarlega til áramóta.

 

Líklegt má telja að sumarinflúensan sem kom upp í sumar nái hámarki í septembermánuði. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gerir ráð fyrir að önnur bylgja faraldursins geti borist á norðurhvel jarðar síðar á þessu hausti eða í vetur.


Einnig kemur fram í blaðinu listar og forgangsröðun yfir þá sem áætað er að bólusetja hérlendis.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is