Nýr heilsuvefur - fræðsla fyrir börn, unglinga og foreldra

Börn úr Fellaskóla opnuðu vefinn formlega
Börn úr Fellaskóla opnuðu vefinn formlega
Heilsuvefurinn www.6H.is hefur verið opnaður. Börn úr Fellaskóla opnuðu heilsuvefinn formlega við opnunarathöfn á Grand hóteli 27. nóvember síðastliðinn.

 

Nafnið á vefnum vísar til sex hugtaka sem byrja öll á bókstafnum H og mynda umgjörð um verkefnið 6H heilsunnar. Þetta eru hugtökin: hollusta, hreyfing, hamingja, hugrekki, hvíld og hreinlæt.

 

Á nýja heilsuvefnum er að finna fræðsluefni fyrir börn, unglinga og foreldra sem samið er af fagfólki. Mjög mikilvægt er að upplýsingar um heilsu og þætti sem hafa áhrif á hana séu áreiðanlegar og markmiðið með vefnum er að börn, unglingar og foreldrar eigi greiðan og auðveldan aðgang að slíkum upplýsingum.

 

Heilsuvefurinn www.6H.is er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Lýðheilsustöðvar, Landspítalans og Landlæknisembættisins.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is