Nýr vefur um Jón Sigurðsson

Sýning á Hrafnseyri um Jón Sigurðsson
Sýning á Hrafnseyri um Jón Sigurðsson
Nýr vefur um Jón Sigurðsson hefur verið opnaður í tilefni af því að á næsta ári verða 200 ár frá fæðingu helsta leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni.

Á síðunni má m.a. nálgast vinningsteikningar af nýrri sýningu á Hrafnseyri um líf og störf Jóns. Þar má finna nýtt afmælismerki Jóns Sigurðssonar og frímerki í tilefni afmælisins.

Langstærsta verkefnið á 200 ára afmælinu er endurnýjun Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Nýja sýningin opnar 17. júní árið 2011 á Hrafnseyri en það voru Basalt arkitektar sem hönnuðu vinningstillöguna.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is